top of page
fjölskylda.jpg

Hæ ég heiti Kristín

Ég er hjúkrunarfræðingur og hef starfað með börnum og fjölskyldum þeirra með einum eða öðrum hætti allan minn starfsferil eða frá árinu 2006. Ég er sérfræðingur í barnahjúkrun og starfa á göngudeild barna með svefnvanda á Barnaspítala Hringsins. Ég er líka kennari við Hjúkrunar og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands.

Ég á fjögur börn og stóra fjölskyldu. Svefn barna og líðan fjölskyldunnar er eitthvað sem ég brenn fyrir og vonandi get ég, með þessari vefsíðu, hjálpað þér og þinni fjölskyldu að bættum svefni og betri líðan.

Kærleikskveðja
Kristín Flygenring 
bottom of page