Reifun er ein af vinsælustu og bestu leiðunum til að róa nýbura. Ef þú átt nýbura og hefur ekki prófað þá hvet ég þig eindregið til þess.
Afhverju ætti ég að reifa ?
Reifun er mjög róandi fyrir nýbura og eitt besta ráðið til að róa grátandi barn. Reifunin veitir þeim öryggistilfinningu. Og ef þú virkilega hugsar um það, þá er reifunin að líkja eftir tilfinningunni frá því barnið var í móðurkviði, því þar var svo sannarlega mjög þröngt og mikil kremja. Og þar leið barninu vel :)
Reifun kemur líka í veg fyrir móró-reflex eða bregðu-viðbragð barnsins.
Rannsóknir sýna að nýburar sem eru reifuð vakna síður og sofa í lengri lotum í einu. Já takk - það er hljómar örugglega mjög vel fyrir þreytta nýbura foreldra.
Og síðast en ekki síst þá dregur reifun nýbura, með því að halda þeim á bakinu, úr líkum á vöggudauða.
Á hvaða aldri má reifa barn ?
Þú getur byrjað að reifa barn strax eftir fæðingu. Reifun er frábær og árangursrík aðferð til að róa barn að 4 mánaða aldri en er hætt að vera örugg aðferð eftir að barn sýnir merki þess að rúlla sér yfir á maga. Oftast þarf því að hætta reifun þegar barn hefur náð 4-6 mánaða aldri og stundum fyrr.
Ef þér finnst reifun virka vel, þá getur þú reifað barnið í öllum svefni, daglúrum og nætursvefni.
Hvenær má ég ekki reifa ?
Það þarf að hætta að reifa barn þegar það byrjar að velta sér yfir á magann. Þá er gott að breyta yfir í svefnpoka. Það er ekki öruggt að reifa barn ef það deilir svefnstað með foreldrum. Þannig ef þú deilir rúmi með barninu þá er ekki öruggt að reifa það vegna hættu á að það rúlli yfir á maga.
Get ég notað hvað sem er til að reifa með ?
Nei. Hætta er á ofhitnun ef þú notar teppi, svo ég mæli ekki með því. Notaðu frekar stóra taubleyju eða þunnan klút með smá teygju í efninu. Það er auðvitað til sérstök reifunar sjöl líka og pokar sem eru algjör snilld, en pokarnir þurfa að passa fullkomnlega, annars geta börnin farið með hendur upp úr pokanum. Reyndu að velja sjal eða poka úr bómullarefni því það andar betur en gerviefni.
Hversu þétta á ég að reifa ?
Það er gott að reifa þétt en ekki of þétt (erfitt að útskýra) en brjóstkassi barnsins verður auðvitað að fá að lyftast upp og niður og hendurnar verða að geta hreyfst aðeins, þetta snýst ekki um að hendurnar séu alveg pikk fastar.
Hvernig á ég að reifa ?
Hér fyrir neðan er mynd, það er ágætt að brjóta upp á endann og búa til hálfgerðan poka eða hólf fyrir hendurnar. Hafðu í huga að því stærra sem sjalið er því betra, þá nærðu að reifa allan hringinn. Passaðu að hafa slétt undir barninu, að það myndist ekki fjall eða bunga. Mjaðmir þurfa að vera lausar þ.e. fætur verða að fá að liggja í froska-stöðu fyrir eðlilegan vöxt mjaðma.
Tips í lokin
Þegar barn byrjar að velta sér fram og til baka á daginn og á nóttunni, þá skaltur EKKI færa þau aftur yfir á bakið ef þau velta yfir á maga í svefni. Hafðu í huga að þetta getur verið merki að barninu sé kalt, hugsaðu út í hitastig herbergisins og klæðnað barnsins.
En fyrst og fremst leifðu barninu að sofa í þeirri stellingu sem það vill sofa í, þegar það byrjar að hreyfa sig. Hættu að laga barnið til - því með því að laga það til ertu líklega að rjúfa svefnhring barnsins og eykur þar með líkur á því að barnið vakni stuttu síðar.
Heimildir (já ég stal þessum myndum af google og man ekki hvar svo ég get ekki vitnað í þær)
Nelson AM. Risks and Benefits of Swaddling Healthy Infants: An Integrative Review. MCN Am J Matern Child Nurs. 2017 Jul/Aug;42(4):216-225. doi: 10.1097/NMC.0000000000000344
Moon RY; TASK FORCE ON SUDDEN INFANT DEATH SYNDROME. SIDS and Other Sleep-Related Infant Deaths: Evidence Base for 2016 Updated Recommendations for a Safe Infant Sleeping Environment. Pediatrics. 2016 Nov;138(5):e20162940. doi: 10.1542/peds.2016-2940.
Dewey C, Fleming P, Golding J. Does the supine sleeping position have any adverse effects on the child? II. Development in the first 18 months. ALSPAC Study Team. Pediatrics. 1998 Jan;101(1):E5. doi: 10.1542/peds.101.1.e5.
Comments