top of page
fjölskylda.jpg

Hæ ég heiti Kristín

Ég er hjúkrunarfræðingur og hef starfað með börnum og fjölskyldum þeirra með einum eða öðrum hætti allan minn starfsferil eða frá árinu 2006.


Menntun
Hjúkrunafræðingur BS frá HA (2007)
Barnahjúkrunarfræðingur MS HÍ (2013)
Sérfræðingur í barnahjúkrun (2019)
Starfsreynsla
Árið 2006 byrjaði ég að vinna á Barnaspítalanum og vann þar á barnadeild til 2012. Ég átti frábær ár á heilsugæslunni Firði í Hafnarfirði, þar sem ég starfaði við skólahjúkrun og ungbarnavernd. Eftir að ég lauk mínu sérfræðingsnámi vantaði mig meiri áskorun og byrjaði aftur að vinna á Barnaspítalanum og sé ekki eftir því. Ég vinn á Göngudeild og starfa með fjölskyldum barna með svefnvanda, þá aðallega börnum sem eru að glíma við annan heilbrigðisvanda líka. Mér leið eins og að koma aftur heim þegar ég byrjaði aftur á Barnaspítalanum, þar á ég heima. Svo er ég líka kennari við Hjúkrunar og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands.


Ég opnaði vefsíðuna Svefnráðgjöf.is árið 2022 ásamt instagram síðu með upplýsingum um svefn fyrir foreldra. Stofnaði fyrirtækið Svefnrágjöf ehf og er með öll tilskilin leyfi frá Embætti Landlæknis fyrir að reka heilbriðistþjónustu. Opnaði fyrst stofu hjá Dómus Barnalæknum og opnaði svo mína eigin stofu í Lífsgæðasetri St.Jó í Hafnarfirðir 2024.

Ég á fjögur börn og stóra fjölskyldu. Svefn barna og líðan fjölskyldunnar er eitthvað sem ég brenn fyrir og ég er með stór markmið að bæta svefn fjölskyldna. Vonandi get ég hjálpað þér og þinni fjölskyldu að bættum svefni og betri líðan.

Kærleikskveðja
Kristín Flygenring 

bottom of page