top of page

Velkomin

Hér finnur þú fræðslu og fróðleik um svefnvenjur og ýmis ráð til að bæta svefn barna. Svefnvandi er nokkuð algengur og getur komið fram hvenær sem er hjá börnum og á hvaða aldri sem er. Því miður er engin ein töfralausn sem hjálpar öllum. Hinsvegar eru ýmsar svefnvenjur og aðferðir til að bæta svefn og fer það eftir aldri barnsins og skapgerð hvaða aðferð hentar best. Ef þú vilt kenna barninu þínu að sofna sjálft og koma á góðu skipulagi í daglúrum er lang best að ráðfæra sig við svefnráðgjafa til að finna hvaða aðferð hentar þínu barni og fá persónulega ráðgjöf.

Kristín er hjúkrunarfræðingur og fjögurra barna móðir, hún hefur mikla sérþekkingu á svefni barna og hefur hjálpað fjölskyldum í fjölda ára að bæta svefn barna, með mildum aðferðum að leiðarljósi og faglegri nálgun.

kelly-sikkema-Jqhwp4mcuUM-unsplash.jpg

Bóka tíma í svefnráðgjöf

Kristín veitir foreldrum persónulega svefnráðgjöf í notalegu umhverfi St.Jó í Hafnarfirði. Þú bókar viðtal gegnum noona.is eða appið. Greiðslu er krafist við bókun - en ef foreldrar þurfa að afbóka er hægt að óska eftir endurgreiðslu eða færa tíman til - allt í gegnum noona.is eða app. Einfalt og þæginlegt

KBF.jpg
Móðir 6 mánaða barns

Ég trúa varla að svefninn hafi lagast svona mikið á stuttum tíma. Við fengum ótrúlega góð ráð, sumt vissum við áður en það er bara svo gott að fá að heyra það frá öðrum, allt sem ég var búin að vera að hugsa en vantaði hugrekki að prufa.

Sara

Hitti Kristínu á St.Jó í síðustu viku. Ótrúlega falleg og notaleg stofa og Kristín svo indæl og hlustaði á áhyggjur mínar. Ég vildi alls ekki fara í strangar breytingar og hún gaf mér mild ráð sem ég treysti mér í að nota.

Foreldrar 10 mánaða drengs

Það var gott að hitta Kristínu. Hún gaf okkur góð ráð sem við töldum fitta okkar orkumikla dreng best. Við enduðum á að tala um mikla meira en bara svefn og fengum fullt af góðum tipsum.

Skráðu þig á póstlista

Takk fyrir að skrá þig á póstlista.

Núna færð þú sendar fræðslugreinar og góð ráð um svefn barna - ásamt tilboðum.

bottom of page